Örugglega öryrkji? eða skúrkur?

Sumir stjórnmálamenn hafa langa "fattara" og hafa ekki hlustað í árabil á raddir þeirra, sem benda á að stórfeldur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og endurhæfingu til margra ára muni skilja eftir sig afleiðingar til hins verra.  

Vigdísi Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar er búinn að fatta að öryrkjar á Íslandi séu margir en ekki hversvegna.  Sjálfsagt er gott að uppræta bótasvik ef sá er dáinn sem átti bæturnar.  En það getur varla verið mörg svona dæmi, og allir þessir svikarar sem fela sig innann um heiðvirða öryrkja og lifa á kerfinu verða núna að passa sig. Því Vigdís er á veiðum eftir skúrkum og peningum.

Þessar þúsundir manna hljóta að vera svikarar sem stela  frá fátækum einstæðum foreldrum.(þ.e. heiðvirðum eistæðum foreldrum sem ekki eru öryrkjar)

 Eins og Vígdís setur málið fram, þá séu of margir öryrkjar og það hljóti þá að þýða að stór hópur öryrkja séu líklega glæpamenn? Henni virðist ekki detta það til hugar að fólkið fékk kannski ekki þá þjónustu og hjálp sem það þurfti nógu snemma og ekki nægilega mikla.  

Líklega hafa bara einhverjir þúsundir manna fengið þá hugmynd á svipuðum tíma að gerast öryrkjar og þeir löbbuðu til læknis, og Tryggingarstofnunar og kröfðust bóta. 

    Það mætti halda að staðaímynd hins veika hljóti að vera rúmlega, hjólastóll a.m.k. hækjur.  Að brosa eða hlæja getur að sjálfsögðu enginn sem þykist vera andlega veikur.  Hvað þá að vinna stund og stund á góðum tímum. Vigdísi og þeim er hugsað svipað,  mætti til fróðleiks segja að örorka sjáist ekki alltaf utan á fólki. Það er nógu erfitt að þurfa að fást við erfið veikindi, ótrúlega þungt og leiðinlegt opnbert kerfi, þó ekki bætist við enn eitt lóðið í skál fordóma almenningsálitsins.   En öryrkjar geta stundum brosað og verið bara hressir! Út af eintómi slúðri um náungann hefur verið feiminsmál fyrir marga örykja að viðurkenna örorku sína og berjast við sektarkend og skömm.  Hver vill vera veikur?  Af hverju þarf þessa endalausu baráttu til að mega vera maður sjálfur og gera sitt besta á hverjum tíma.  Held að Vígdís ætti að skreppa á Reykjalund í viku og tala við sjúklinganna þar á öllum deildum.  Held það myndi koma henni á óvart allar sögurnar úr raunveruleikanum og hún yrði ekki lengur hissa á hversvegna svona margir örykjar væru á Íslandi.

 

p.s. Ég þekki marga öryrkja og veit ekki um neinn skúrk!kiss Já ég segi það og skrifa... 


Er vændi valfrjálst?

Ég man eftir viðtali við vændiskonu í sjónvarpinu  sem talaði um hve þægileg og ábatasöm  vinna þetta væri, og hún gæti ekki hugsað sér betri vinnu.  Þetta viðtal kom í kjölfar dökkri umræðu um sem þá var í gangi um vændi. Dregin var upp öll dökka myndin. Því mynd vændis er dökk og ekki alltaf valfrjáls.  Og fleiri en ein ástæða fyrir því að fólk fer í vændi.  Ef  hlustað er á þá sem hafa farið í áfengis og fíkniefnameðferð og þeir eru margir, þá heyrir maður ljótar frásagnir af fjármögnun stúlkna og drengja til að geta haldið áfram neyslu. Allt sem hjálpar til við neyslu lengir einfaldlega þann tíma sem neyslan heldur áfram.

Svo er til hrein og klár fátækt. Að eiga ekki nóg fyrir sig og sína. Það getur átt við bæði Íslendinga og útlendinga. Það mætti segja að margar ástæður séu í raun valfrjálsar og alltaf hægt að finna aðrar lausnir, en fyrir þann sem er í þeim sporum að vilja sinn "skammt" núna og skynsemin ekki ráðandi er þetta ekki val. Eða geta ekki borgað húsaleigu og féló vill ekki hjálpa. Hvað erum við búinn að hlusta og horfa oft á fólk í fjölmiðlum lýsa yfir neyð og fátækt? Er einhver hissa þó sumir leiti í vændi? En flest af því fólki myndi kjósa að vera í öðrum sporum. Auðvitað eru til fíklar á sviði kynlífs eins og á öðrum sviðum. En það eru undantekningar sem ættu ekki heima í almennri umræðu um lögleiðingu vændis, frekar en alkahólistinn ætti að fá að ráða að allt vín væri niðurgreitt af ríkinu... Sjálfsagt eru fleiri ástæður fyrir afhverju fólk fer í vændi en úrræðaleysi af einhverju tægi er oftast kjarni málsins. 

Mannsal og melludólgar eru alvarlegir hlutir sem ekki ætti að fjalla um af léttuð og líta á sem "atvinnutækifæri".  Vaxandi tíðni glæpagengja er ekki bara í sögubókum og bíó lengur. Þau rök að ef vændi yrði leyft myndi það eyða slíkum gengjum og neðanjarðastarfsemi er fjærstæðukend. Það verður alltaf til neðanjarðarkerfi sem krefst gróða og það verður aldrei hægt að bjarga öllum úr klóm þeirra. En mér finnst það óþarfi að styðja slíka starfsemi.  En með banni verður mörgum bjargað sem hefðu ekki leitað í þetta nema ef þetta væri löglegt. Svo er það viðhorf okkar til annars fólks.  

"Hæ pabbi og mamma. Hann vinnur við vændi"embarassed

vað myndi þú segja við dóttur þína eða son ef þau kæmu í heimsókn með tilvonandi maka og segðu "hæ pabbi og mamma, þetta er kærastinn/kærasta min/mín. Hann/hún vinnur við vændi.  Viltu rétta mér salatið!  Gætuð þið sagt í einlægni "öll störf eru jafn nauðsynleg og jafn virðingarverð?  og ef tengdasonurinn/dóttirinn kæmi í næsta sunnudagsmat með glóðurauga og sauma í andlitinu, mynduð þið segja "Sum vinna er bara hættuleg"  

Seljendur vændis í dag eru ekki handteknir. En ég hefði viljað sjá að vændismenn og konur væru skikkuð í meðferð og þeim bannað að stunda vændi í ca.tvö ár, en fyrsta brot væri ekki á sakaskrá.  Ef því væri ekki hlýtt, yrði það skráð á sakaskrá og til refsingar.

Vændisfólk þarfnast aðstoðar fyrst og fremst til að komast út úr þessum vændisheimi. Tryggja þarf mannréttindi þeirra og öryggi eins og hjá okkur öllum. Hluti að því er að leysa mál áður en þau verða vandamál. wink 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband