Færsluflokkur: Bloggar

Fallegur dagur

Fagurt skín á fjallahring

ferðalangar njóta.

Snjórinn situr allt um kring

en sólin er til bóta.

 

Eitt augnablik í bleiku skini morguns

eitt augnablik í rauðu skini kvelds.

Eitt andartak er hugur verður hljóður

þagnar fyrir áhrif kulda og elds.

             - Dóra Mjöll-


Nú er úti veður vont

 

Nú er úti veður vont

snjóar allt í klessu

ekki eiga landsmenn gott

að ferðast um í þessu!

 

Sunnudagur snjóhvítur

sæl ég sit nú heima

þykist vera alvitur

að bílinn inni geyma.

 

 

 


Skömm Alþingis er brennivínsfrumvarpið

  Allt er hér á vonarvöl

  vínið ekki fæ ég.

  Lífið verður öllum kvöl

  ef ekki í verslun næ ég! 

Svona hlýtur þeim að líða vesalings alþingismönnum sem í sínum fátæklegum hugsjónum styðja áfengisfrumvarpið.foot-in-mouth Skelfing væri nú gaman að heyra í alvöru hugsjónamanni sem vill raunverulega hjálpa fólki.

 

Þingmaður Pírata sagði í dag að hann hefði ekki áhuga á hvað öðrum fyndist né hefði hann áhuga á heilsu landsmanna eða þeirra velferð.  Ég held að þessi þingmaður hafi algjörlega misskilið hlutverk sitt á Alþingi Íslendinga. Það hlutverk að vinna þjóðinni til heilla, sem heild en ekki vera í vinnu hjá örfáum kaupmönnum.  Þetta frumvarp er þingmönnum og þingheimi til skammar. Þeir hlusta ekki á þá sem vinna með fólkinu í landinu. Þeir eyða dýrmætum tíma Alþingis í að leika sér á kaupi frá okkur skattgreiðindum. Ef ég gæti, væri ég löngu búinn að reka nokkra þingmenn úr hinum og þessum flokkum vegna hroka, virðingaleysi, dómgreindarleysi og síðast en ekki síst fyrir að vinna beint gegn hagsmunum þjóðarinnar.    

yell

Eyða sínum tíma í 

að bulla bara um brennivín.

Heimta síðan launin sín

og reikninginn senda heim til mín!

 

Með bestu kveðjum,

Dóra Mjöll

 

 


Ólöf Norðdal. Mun sakna hennar í stjórnmálunum.

 

Sem kona svo falleg sem manneskja góð

þinn stíll var að vera ekki bitur

Með söknuð í hjarta er öll okkar þjóð

sál þín af vinnu var vitur 

 

Ég þekkti þig ekkert en finn þó til sorgar

því þú varst í vinnu hjá mér

Virðingu allra frá sveit og til borgar

þú gerðir er ætlaðir þér.

 

Bæði bros og augu Ólafar horfðu glettin og glaðleg til mín úr sjónvarpinu. Athygli mín alltaf vakin því það sem hún sagði var alltaf svo skynsamlegt og hreint út.  Dáðist sérstaklega að vegna þess að hún gat tvinnað saman því mannlega og stjórnkænsku. Síðast en ekki síst að halda áfram sínu starfi eins lengi og hún gat og verið samt brosandi og glettinn.  Takk fyrir Ólöf, viss um að þú átt eftir að verða öðrum innblástur til góðra verka.

Mínar innilegustu samúaðarkveðjur til fjölskyldu og vina 'Ólafar.


Benidikt og húsmæður á alþingi.

 "Þú ert nú ekki alltaf jafn orðheppinn Benidikt"

 

Í ræðustól Bendikt hugsar

eitt andartak hugurinn sluksar

og út úr hans munni þau koma

orðin sem móðguðu svona..

 

Við verklagið erum að vinna

hagsýnar konur því sinna

einu karlarnir hér

er  Njáll og svo ég

það má varla vera neitt minna!

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vinstri græn, fannst þetta óviðeigandi orðalag.  Mér hinns vegar finnst það besta mál að vera hagsýn húsmóðir og mikið hrós þótt Bendikt hafi sjálfur ekki áttað sig á því! Ef hagsýnar húsmæður færu með völdinn á Alþingi þyrfti enginn á 'Islandi að líða skort á neinum sviðum. En Bjarkey var ekki sátt við þetta..

 

Ég hagsýni kann ekki að bera

og það sem að húsmæður gera

Svo skammastu þín

þú karlrembusvín

og láttu okkur stelpurnar vera!

 

Dóra Mjöll

 

 


Engar stórkostlegar breytingar segir nýji heilbrigðisráðherra

 

 Af hverju skyldi það nú ekki koma á óvart. Um leið og menn fá "stólinn" missa þeir mátt og þora engu.cry


Bera þingmenn virðingu fyrir landlækni og embættinu?

 Landlæknir hefur mjög ákveðna afstöðu til þessa máls. Þetta frumvarp er hvorki til gæfu

né hagsbóta fyrir landsmenn. Þrátt fyrir þetta telur Teitur aðalflutningsmaður þessa frumvarps að landlæknir sé bara að tala um forvarnir! Og að með því að bæta auknu fjármagni í forvarnir til ungmenna í skólum landsins sé málið leyst. Eins og það hafi eitthvað að segja gegn stanslausum áfengisauglýsingum í fjölmiðlum! 

Ef Teitur og meðflutningsmenn telja að landlæknisembættið hafi ekki vit á lýðheilsu og óþarfi sé að fara eftir ráðleggingum, eru þeir þá ekki að segja að embættið sé óþarft því við þurfum ekki að hlusta á þá.  Þingmenn gera það minnsta kosti ekki. Er þá ekki bara best að leggja embættið niður! 

Þeir þingmenn sem styðja þetta frumvarp eru ekki að hugsa um hag almennings.

Það er nokkuð augljóst að kaupmönnum liggur á að fá gróðan af aukinni áfengissölu vegna mikils fjölda ferðamanna. Verslunarkeðjurnar eru ekki margar á 'Islandi og eigendur líka fáir.  Er það réttlætanlegt að þessu örfáir einstaklingar fá hagnaðinn en ríkið missir af þessum tekjustofni og fær í kaupbæti afleiðingar aukinnar áfengisdrykkju.  

Sorglegt að þessir þingmenn sem ég miður kaus, skula telja þetta vera svo mikilvægt að önnur mikilvægiri hagsmunamál gætu bara beðið. Ég trúði í alvöru að sjálfstæðismenn vildu almenningi gott og farsælt þjóðfélag og þeir færu á þing með velferð samfélagsins alls í huga. Nei þeir byrja ekki vel blessaðir.

 


mbl.is „Í guðanna bænum gerið það ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum í verkfall á fréttatíma útvarps og sjónvarps

Förum í verkfall á útvarp og sjónvarp þessa vikuna!  Kennum fréttafólki að við viljum aðeins meiri mannvirðingu!   Nú er það málið að tala nógu ílla um aðra svo fjölmiðlar geti velt sér upp úr þessu eins og svín í drullubaði. Og viðtal við alla í stjórnunastöðum er þannig að allir hljóti að vera glæpamenn. Tóninn og spurningarnar eru orðin svo einhæf að það er bara hundleiðinlegt á hlusta og horfa. Og ótrúleg einhæfni ríkir hjá fjölmiðlum þessa daganna ef fjallað er um forsetann okkar.

Hvort sem fólk vill hann áfram eða ekki sem forseta á hann skilið að vera ekki líkt við einræðisherra sem brýtur mannréttindi og slátrar fólki. Hann hefur reynst okkur vel og komið vel fyrir hérlendis og erlendis og við getur verið stolt af honum. Tekin eru viðtöl við alla sem geta hugsanlega geta sagt nógu mikið neikvætt um hann.  Jafnvel Halla forsetaframbjóðandi sem ég hélt að væri ágætur fulltrúi og ekki verra að væri kona, bara missti sig í leiðindinn og sýndi af sér "ekki forsetalega framkomu" og var meira eins og spældur krakki að klaga.  Líklega missti hún af nokkrum atkvæðum þar. Birgitta hefur örugglega líka tapað nokkum atkvæðum fyrir pírata að tala svona af vanvirðingu og vanþekkingu um störf forsetans.  Nýjasta skemmtiefni sem fyrsta frétt í kvöld var að Dorit hafi fyrir 11 árum átt ættingja í aflandsfélagi. Það er eins gott að allir frambjóðendur eigi flekkalausan feril frá 18 ára aldri. Miðað við fréttaflutnig undanfarið þýðir ekkert að hafa tekið sig á, þroskast eða batnað á nokkuð hátt.

Nei það virkar ekki lengur. Nú virkar bara undirferli kjaftháttur og þekkja einhvern hjá fjölmiðlunm sem hægt er að hringja í og láta þá tala fyrir sig. Ég nenni ekki að hlusta á þetta bull lengur og slekk á útvarpinu og sjónvarpsfréttum!    


Örugglega öryrkji? eða skúrkur?

Sumir stjórnmálamenn hafa langa "fattara" og hafa ekki hlustað í árabil á raddir þeirra, sem benda á að stórfeldur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og endurhæfingu til margra ára muni skilja eftir sig afleiðingar til hins verra.  

Vigdísi Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar er búinn að fatta að öryrkjar á Íslandi séu margir en ekki hversvegna.  Sjálfsagt er gott að uppræta bótasvik ef sá er dáinn sem átti bæturnar.  En það getur varla verið mörg svona dæmi, og allir þessir svikarar sem fela sig innann um heiðvirða öryrkja og lifa á kerfinu verða núna að passa sig. Því Vigdís er á veiðum eftir skúrkum og peningum.

Þessar þúsundir manna hljóta að vera svikarar sem stela  frá fátækum einstæðum foreldrum.(þ.e. heiðvirðum eistæðum foreldrum sem ekki eru öryrkjar)

 Eins og Vígdís setur málið fram, þá séu of margir öryrkjar og það hljóti þá að þýða að stór hópur öryrkja séu líklega glæpamenn? Henni virðist ekki detta það til hugar að fólkið fékk kannski ekki þá þjónustu og hjálp sem það þurfti nógu snemma og ekki nægilega mikla.  

Líklega hafa bara einhverjir þúsundir manna fengið þá hugmynd á svipuðum tíma að gerast öryrkjar og þeir löbbuðu til læknis, og Tryggingarstofnunar og kröfðust bóta. 

    Það mætti halda að staðaímynd hins veika hljóti að vera rúmlega, hjólastóll a.m.k. hækjur.  Að brosa eða hlæja getur að sjálfsögðu enginn sem þykist vera andlega veikur.  Hvað þá að vinna stund og stund á góðum tímum. Vigdísi og þeim er hugsað svipað,  mætti til fróðleiks segja að örorka sjáist ekki alltaf utan á fólki. Það er nógu erfitt að þurfa að fást við erfið veikindi, ótrúlega þungt og leiðinlegt opnbert kerfi, þó ekki bætist við enn eitt lóðið í skál fordóma almenningsálitsins.   En öryrkjar geta stundum brosað og verið bara hressir! Út af eintómi slúðri um náungann hefur verið feiminsmál fyrir marga örykja að viðurkenna örorku sína og berjast við sektarkend og skömm.  Hver vill vera veikur?  Af hverju þarf þessa endalausu baráttu til að mega vera maður sjálfur og gera sitt besta á hverjum tíma.  Held að Vígdís ætti að skreppa á Reykjalund í viku og tala við sjúklinganna þar á öllum deildum.  Held það myndi koma henni á óvart allar sögurnar úr raunveruleikanum og hún yrði ekki lengur hissa á hversvegna svona margir örykjar væru á Íslandi.

 

p.s. Ég þekki marga öryrkja og veit ekki um neinn skúrk!kiss Já ég segi það og skrifa... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband