Örugglega öryrkji? eða skúrkur?

Sumir stjórnmálamenn hafa langa "fattara" og hafa ekki hlustað í árabil á raddir þeirra, sem benda á að stórfeldur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og endurhæfingu til margra ára muni skilja eftir sig afleiðingar til hins verra.  

Vigdísi Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar er búinn að fatta að öryrkjar á Íslandi séu margir en ekki hversvegna.  Sjálfsagt er gott að uppræta bótasvik ef sá er dáinn sem átti bæturnar.  En það getur varla verið mörg svona dæmi, og allir þessir svikarar sem fela sig innann um heiðvirða öryrkja og lifa á kerfinu verða núna að passa sig. Því Vigdís er á veiðum eftir skúrkum og peningum.

Þessar þúsundir manna hljóta að vera svikarar sem stela  frá fátækum einstæðum foreldrum.(þ.e. heiðvirðum eistæðum foreldrum sem ekki eru öryrkjar)

 Eins og Vígdís setur málið fram, þá séu of margir öryrkjar og það hljóti þá að þýða að stór hópur öryrkja séu líklega glæpamenn? Henni virðist ekki detta það til hugar að fólkið fékk kannski ekki þá þjónustu og hjálp sem það þurfti nógu snemma og ekki nægilega mikla.  

Líklega hafa bara einhverjir þúsundir manna fengið þá hugmynd á svipuðum tíma að gerast öryrkjar og þeir löbbuðu til læknis, og Tryggingarstofnunar og kröfðust bóta. 

    Það mætti halda að staðaímynd hins veika hljóti að vera rúmlega, hjólastóll a.m.k. hækjur.  Að brosa eða hlæja getur að sjálfsögðu enginn sem þykist vera andlega veikur.  Hvað þá að vinna stund og stund á góðum tímum. Vigdísi og þeim er hugsað svipað,  mætti til fróðleiks segja að örorka sjáist ekki alltaf utan á fólki. Það er nógu erfitt að þurfa að fást við erfið veikindi, ótrúlega þungt og leiðinlegt opnbert kerfi, þó ekki bætist við enn eitt lóðið í skál fordóma almenningsálitsins.   En öryrkjar geta stundum brosað og verið bara hressir! Út af eintómi slúðri um náungann hefur verið feiminsmál fyrir marga örykja að viðurkenna örorku sína og berjast við sektarkend og skömm.  Hver vill vera veikur?  Af hverju þarf þessa endalausu baráttu til að mega vera maður sjálfur og gera sitt besta á hverjum tíma.  Held að Vígdís ætti að skreppa á Reykjalund í viku og tala við sjúklinganna þar á öllum deildum.  Held það myndi koma henni á óvart allar sögurnar úr raunveruleikanum og hún yrði ekki lengur hissa á hversvegna svona margir örykjar væru á Íslandi.

 

p.s. Ég þekki marga öryrkja og veit ekki um neinn skúrk!kiss Já ég segi það og skrifa... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband