Förum í verkfall á fréttatíma útvarps og sjónvarps

Förum í verkfall á útvarp og sjónvarp þessa vikuna!  Kennum fréttafólki að við viljum aðeins meiri mannvirðingu!   Nú er það málið að tala nógu ílla um aðra svo fjölmiðlar geti velt sér upp úr þessu eins og svín í drullubaði. Og viðtal við alla í stjórnunastöðum er þannig að allir hljóti að vera glæpamenn. Tóninn og spurningarnar eru orðin svo einhæf að það er bara hundleiðinlegt á hlusta og horfa. Og ótrúleg einhæfni ríkir hjá fjölmiðlum þessa daganna ef fjallað er um forsetann okkar.

Hvort sem fólk vill hann áfram eða ekki sem forseta á hann skilið að vera ekki líkt við einræðisherra sem brýtur mannréttindi og slátrar fólki. Hann hefur reynst okkur vel og komið vel fyrir hérlendis og erlendis og við getur verið stolt af honum. Tekin eru viðtöl við alla sem geta hugsanlega geta sagt nógu mikið neikvætt um hann.  Jafnvel Halla forsetaframbjóðandi sem ég hélt að væri ágætur fulltrúi og ekki verra að væri kona, bara missti sig í leiðindinn og sýndi af sér "ekki forsetalega framkomu" og var meira eins og spældur krakki að klaga.  Líklega missti hún af nokkrum atkvæðum þar. Birgitta hefur örugglega líka tapað nokkum atkvæðum fyrir pírata að tala svona af vanvirðingu og vanþekkingu um störf forsetans.  Nýjasta skemmtiefni sem fyrsta frétt í kvöld var að Dorit hafi fyrir 11 árum átt ættingja í aflandsfélagi. Það er eins gott að allir frambjóðendur eigi flekkalausan feril frá 18 ára aldri. Miðað við fréttaflutnig undanfarið þýðir ekkert að hafa tekið sig á, þroskast eða batnað á nokkuð hátt.

Nei það virkar ekki lengur. Nú virkar bara undirferli kjaftháttur og þekkja einhvern hjá fjölmiðlunm sem hægt er að hringja í og láta þá tala fyrir sig. Ég nenni ekki að hlusta á þetta bull lengur og slekk á útvarpinu og sjónvarpsfréttum!    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef ekki opnað fyrir fréttir í langan tíma að einum 10 fréttatíma undanskyldum.Þessi miðill er ofstækisfullur og skammast stjórnarmenn sín ekkert að misnota svona ríkisfjölmiðilinn.Það væri ágætt að hver og einn léti vita,að hann horfi ekki,þannig að það líktist skoðanakönnun. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2016 kl. 02:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist vera að nú sé fólk að átta sig á hversu fjölmiðlarnir hafa verið misnotaðir í þágu vissra afla í landinu og þá sérstaklega Ríkisfjölmiðillinn.  Góður pistill og þarfur.

Jóhann Elíasson, 26.4.2016 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband