Bera þingmenn virðingu fyrir landlækni og embættinu?

 Landlæknir hefur mjög ákveðna afstöðu til þessa máls. Þetta frumvarp er hvorki til gæfu

né hagsbóta fyrir landsmenn. Þrátt fyrir þetta telur Teitur aðalflutningsmaður þessa frumvarps að landlæknir sé bara að tala um forvarnir! Og að með því að bæta auknu fjármagni í forvarnir til ungmenna í skólum landsins sé málið leyst. Eins og það hafi eitthvað að segja gegn stanslausum áfengisauglýsingum í fjölmiðlum! 

Ef Teitur og meðflutningsmenn telja að landlæknisembættið hafi ekki vit á lýðheilsu og óþarfi sé að fara eftir ráðleggingum, eru þeir þá ekki að segja að embættið sé óþarft því við þurfum ekki að hlusta á þá.  Þingmenn gera það minnsta kosti ekki. Er þá ekki bara best að leggja embættið niður! 

Þeir þingmenn sem styðja þetta frumvarp eru ekki að hugsa um hag almennings.

Það er nokkuð augljóst að kaupmönnum liggur á að fá gróðan af aukinni áfengissölu vegna mikils fjölda ferðamanna. Verslunarkeðjurnar eru ekki margar á 'Islandi og eigendur líka fáir.  Er það réttlætanlegt að þessu örfáir einstaklingar fá hagnaðinn en ríkið missir af þessum tekjustofni og fær í kaupbæti afleiðingar aukinnar áfengisdrykkju.  

Sorglegt að þessir þingmenn sem ég miður kaus, skula telja þetta vera svo mikilvægt að önnur mikilvægiri hagsmunamál gætu bara beðið. Ég trúði í alvöru að sjálfstæðismenn vildu almenningi gott og farsælt þjóðfélag og þeir færu á þing með velferð samfélagsins alls í huga. Nei þeir byrja ekki vel blessaðir.

 


mbl.is „Í guðanna bænum gerið það ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband