Ólöf Norðdal. Mun sakna hennar í stjórnmálunum.

 

Sem kona svo falleg sem manneskja góð

þinn stíll var að vera ekki bitur

Með söknuð í hjarta er öll okkar þjóð

sál þín af vinnu var vitur 

 

Ég þekkti þig ekkert en finn þó til sorgar

því þú varst í vinnu hjá mér

Virðingu allra frá sveit og til borgar

þú gerðir er ætlaðir þér.

 

Bæði bros og augu Ólafar horfðu glettin og glaðleg til mín úr sjónvarpinu. Athygli mín alltaf vakin því það sem hún sagði var alltaf svo skynsamlegt og hreint út.  Dáðist sérstaklega að vegna þess að hún gat tvinnað saman því mannlega og stjórnkænsku. Síðast en ekki síst að halda áfram sínu starfi eins lengi og hún gat og verið samt brosandi og glettinn.  Takk fyrir Ólöf, viss um að þú átt eftir að verða öðrum innblástur til góðra verka.

Mínar innilegustu samúaðarkveðjur til fjölskyldu og vina 'Ólafar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband