24.2.2017 | 02:09
Skömm Alþingis er brennivínsfrumvarpið
Allt er hér á vonarvöl
vínið ekki fæ ég.
Lífið verður öllum kvöl
ef ekki í verslun næ ég!
Svona hlýtur þeim að líða vesalings alþingismönnum sem í sínum fátæklegum hugsjónum styðja áfengisfrumvarpið. Skelfing væri nú gaman að heyra í alvöru hugsjónamanni sem vill raunverulega hjálpa fólki.
Þingmaður Pírata sagði í dag að hann hefði ekki áhuga á hvað öðrum fyndist né hefði hann áhuga á heilsu landsmanna eða þeirra velferð. Ég held að þessi þingmaður hafi algjörlega misskilið hlutverk sitt á Alþingi Íslendinga. Það hlutverk að vinna þjóðinni til heilla, sem heild en ekki vera í vinnu hjá örfáum kaupmönnum. Þetta frumvarp er þingmönnum og þingheimi til skammar. Þeir hlusta ekki á þá sem vinna með fólkinu í landinu. Þeir eyða dýrmætum tíma Alþingis í að leika sér á kaupi frá okkur skattgreiðindum. Ef ég gæti, væri ég löngu búinn að reka nokkra þingmenn úr hinum og þessum flokkum vegna hroka, virðingaleysi, dómgreindarleysi og síðast en ekki síst fyrir að vinna beint gegn hagsmunum þjóðarinnar.
Eyða sínum tíma í
að bulla bara um brennivín.
Heimta síðan launin sín
og reikninginn senda heim til mín!
Með bestu kveðjum,
Dóra Mjöll
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.